Brá er fyrsti Border Collie hundurinn minn og það sem hún hefur sigrað mig! Þessi tík er svo frábær í alla staði.
Brá er kemur til okkar að vori 2017, þá á þriðja ári. Hún er tamin af ræktanda sínum Kristni Hákonarsyni og er ótrúlega vel undirbúin fyrir vinnu þrátt fyrir að eiga ekki langa tamningu að baki. Það gekk ótrúlega vel að kynna Brá fyrir Nótt, Aussie tíkinni sem ræður öllu á þessu heimili. Tíkunum semur ótrúlega vel og í raun aldrei orðið neinir árekstrar. Brá er ekki bara góður smali heldur frábær heimilishundur og félagi. |