MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða

​Hvolpar undan Orku Brá HIT og Groesfaen Nap

Hvolpar undan Orku Brá HIT og Groesfaen Nap


Þann 30. nóvember 2021 gaut Brá okkar 8 Border Collie hvolpum undan Nap. 

Brà er góður og auðveldur fjárhundur og eru foreldrar hennar bæði innflutt frá UK. Groesfaen Nap þekkja margir en hann er frábær fjárhundur sem er innfluttur frá Skotlandi og hefur staðið sig vel í smalahundakeppni hérlendis. Hvolparnir hafa því efnilegar ættir til að verða góðir og nothæfir fjárhundar. 

Einnig geta þessir hvolpar verið góðir félagar í allskyns vinnu s.s. leit, hundafimi og göngufélagar fyrir útivistarfólk. 

Það eru hvolpar á lausu í þessu goti og það er velkomið að hafa samband í gegn um facebooksíðuna okkar: Mánaskálar - BorderCollie | Facebook, á manaskal@gmail.com eða í síma 699-0456 (Kolla).

​
1. Mánaskálar Silfur Perla - Blue merle
2. Mánaskálar Svarti Galdur - Svartur og hvítur
3. Mánaskálar Svarta Stjarna - Svört og hvít
4. Mánaskálar Silfur Skuggi - Blue merle
5. Mánaskálar Svarti Blettur - Svartur, þrílitur
6. Mánaskálar Silfur Skolli - Blue merle þrílitur
7. Mánaskálar Silfur Hvalur - Blue merle þrílitur
8. Mánaskálar Svarti Máni - Svartur þrílitur


​

Ætt:


Picture
 Móðir: ORKU BRÁ HIT
Litur: Blue merle tricolor (Smooth)
HD/mjaðmagreining: A 
Augnskoðun: Án arfgengra augnsjúkdóma 02.11.2021
​
DNA greining: 
  • Collie eye anomaly (CEA) - CLEAR
  • Dental hypomineralization (Raine Syndrome)  - CLEAR
  • Imerslund-Gräsbeck syndrome (IGS) / Cobalamin malabsorbtion - CLEAR
  • Multi drug resistance (Ivermectin Sensitivity, MDR1) - CLEAR
  • Neuronal ceroid lipofuscinosis 5 (NCL-5) - CLEAR
  • Trapped neutrophil syndrome (TNS) - CLEAR
  • Goniodysgenesis and glaucoma (GG) - CLEAR
  • Sensory Neuropathy (SN) - CLEAR


​Brá er hreinræktuð Border Collie tík sem er skráð hjá Hundarræktar félagi Íslands (HRFÍ) líkt og aðrir hundar sem við höfum átt. Brá stenst heilbrigðiskröfur HRFÍ með tilliti til undaneldis auk þess að hafa staðiðst fjáreðlispróf félagsins (Herding instinct test - HIT). 

Foreldrar hennar eru bæði innflutt frá Bretlandi sem afbragðs vinnuhundar af góðum smalaættum.

​Brá er ekki bara góður smali heldur frábær heimilishundur og félagi.

Hægt er að sjá video af Brá hér: ​www.youtube.com/watch?v=LZkZDfM_epw


​

Picture
MF: ISCH ASTRA POLAR HIT (ISDS 316260) ​
- Blue merle tricolor (Rough)
HD: B1 
Án arfgengra augnsjúkdóma 
​CEA/CH, TNS, CL Clear by parantege


Sire: Fast Forward Da Casa D Arinia (ISDS 288594)  - Slate merle
Fm: Prt Ch Borderiinan Cara-Mia - Black & white
FF: Astra Rust (ISDS 260362) - Red merle tri
Dam: Astra Pridee (ISDS 278039) - Black & white
MM: Astra Pride (ISDS 255649) - Black tri
MF: Astra Mars (ISDS 248493) - Blue merle

Video af Polar að sækja fé í fjallið: https://www.youtube.com/watch?v=nrjIS5KYiRc



Picture
MM: ASTRA BEE HIT (ISDS316260)
- Black and white tricolour (Smooth) 
HD: A1
Án arfgengra augnsjúkdóma  -
​CEA/CH, TNS, CL Clear by parantege


​
Sire: Astra Buzz (ISDS 276244) - Black & white
Ff: Astra Tweed (ISDS 231276) - Black tri
Fm: Dot (ISDS 244641) - Black & white

Dam: Peg (ISDS 279786) - Black tri
Mf: Mel (ISDS 227037) - Black tri
Mm: Jill (ISDS 259460)


Picture
Faðir: ​Groesfaen Nap ​

Litur: Svartur og hvítur (Medium)
HD: A
Án arfgengra augnsjúkdóma: 31.10.2021

DNA niðurstöður:
CLEAR/FRÍR af MDR1, NCL , CEA,  GGD, TNS, IGS.
CARRIER/BERI: SN (Sensory Neuropathy)

​
Nap er innfluttur frá Skotlandi og er af sterkum ættum. Faðir hans er Roy en hann er World Sheepdog Trials Champion 2008, Welsh Champion 2006 og Int. Supreme Champion 2007. Roy er gríðarlega vinsæll undaneldishundur. 

Nap er einstakur félagi, geðgóður, fljótur að læra, ljúfur og traustur en grjótharður fjárhundur.





Picture
Groesfaen Nap ásamt eiganda sínum Jens Þór Sigurðarsyni.

Hér má sjá video af Nap á landskeppni 2019 þar sem hann lenti í fyrsta sæti þrátt fyrir að vera rétt nýlentur á klakanum. ​
Video: NAP landskeppni 2019 - YouTube

FF: Roy (ISDS 266416)​
Black and white (Smooth)

Sire: Bob 
 (ISDS 224454) 
Dam: Nell  (ISDS 244346


FM: Jade (ISDS: 00/330896)
Black and white (Rough)

Sire: Craig (ISDS: 00/321023)
Dam: Linburn Nell (ISDS: 00/321586)


Hvolpafréttir

Brá kom mér heldur á óvart í þetta skiptið en ég hafði síður búist við stóru goti frá henni. Þegar fyrsti hvolpur mætti á svæðið gerði ég mér strax grein fyrir því að mér skjátlaðist líklega, sennilega væri hellingur eftir. Brá er orðin 7 ára og er heldur betur frjósöm en hvolparnir urðu 8 talsins, eins og í síðasta goti. Í þetta skiptið voru rakkarnir heldur fleiri en þeir eru sex og tíkurnar tvær. Ég hef verið svo lánsöm að hafa ekki misst hvolp hingað til en 8 hvolpar eru heldur mikið fyrir tíkina og þarf því að passa vel upp á að allir fái nóg og hef ég þurft að gefa þeim ábót eftir þörfum. Fyrstu vikurnar hafa því verið annasamar en nú eru hvolparnir farnir að éta mat og munu klárlega láta hafa fyrir sér næstu vikurnar, en á annan hátt. 

Hvolparnir eru fjörugir og verður áhugaverðarar að fylgjast með þeim með hverjum deginum. Önnur tíkin er svört og hvít og svipar mjög til Nap en hin tíkin er blue merle og minnir mikið á mömmu sína. Rakkarnir eru þrír svartir og þrír blue merle, og sumir þeirra þrílitir. Þess má geta að Brá er beri fyrir mórauðum lit og því ætti ca. helmingur hvolpanna að bera mórautt. 

Ég hef fengið þónokkuð af fyrirspurnum um hvolpana en ég er ekki farin að festa ákveðna hvolpa ennþá þar sem þeir eru enn það ungir. Ég vil að þeir hvolpar sem sýnast vera efnilegastir í fé komist í réttar hendur á þeim vettvangi. Einnig á ég mér þann draum að sjá hunda frá mér í björgunarsveitunum og ég krossa putta og vona að það gerist einn daginn. Ég hef sjálf áhuga á að þjálfa hund til leitar en það verkefni verður að vera á "to do listanum" mínum eitthvað áfram. Annars býst ég ekki við öðru en að þessir hvolpar verði frábærir félagar fyrir þá sem geta veitt þeim nægan tíma og verkefni. Það eru enn hvolpar á lausu og tek ég vel á móti fyrirspurnum, það skiptir mig mestu máli að hundarnir fari í góðar hendur. 

Hvolparnir eru mis miklar ljósmyndafyrirsætur en ég reyni að bæta úr því næstu dagana. Hvolparnir eru orðnir 4 vikna og núna fer þetta að verða skemmtilegt! 



1. Mánaskálar Silfur Perla

Picture

 2. Mánaskálar Svarti Galdur

Picture

3. Mánaskálar Svarta Stjarna

Picture

4. Mánaskálar Silfur Skuggi

Picture

 5. Mánaskálar Svarti Blettur

Picture

6. Mánaskálar Silfur Skolli

Picture

7. Mánaskálar Silfur Hvalur

Picture

8. Mánaskálar Svarti Máni

Picture

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða