MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða

Heilbrigði og DNA greiningar

Heilbrigði og DNA greiningar

Þó að Borer collie sé yfirleitt heilsuhraustur þá má finna í tegundinni ýmsa sjúkdóma líkt og í flestum hundakynjum. Hægt er að láta dna testa hunda við helstu sjúkdómum sem geta verið til staðar í tegundinni en það er ekki skylda skv. HRFÍ eða SFÍ. Mér þykir þó mikilvægt að nýta þá tækni fyrir ræktunardýr, til að fyrirbyggja að það fæðist hvolpar með sjúkdóma sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Ég  hef því látið dna greina mínar tíkur og eru þær allar clear af þeim helstu sjúkdómum sem hægt er að greina með dna í dag, þe. clear/fríar af: 
  • Collie eye anomaly (CEA)
  • Dental hypomineralization (Raine Syndrome)
  • Imerslund-Gräsbeck syndrome (IGS) / Cobalamin malabsorbtion
  • Multi drug resistance (Ivermectin Sensitivity, MDR1)
  • Neuronal ceroid lipofuscinosis 5 (NCL-5)
  • Trapped neutrophil syndrome (TNS)
  • Goniodysgenesis and glaucoma (GG)
  • Sensory Neuropathy (SN)
Flestir ef ekki allir þessara sjúkdóma eru til á Íslandi og hefur orðið vitundarvakning hérlendis á heilbrigði tegundarinnar og möguleikum á dna greiningum. Það er klárlega skynsamlegra og öruggara að rækta undan dna testuðum hundum og vita hvaða sjúkdóma ræktunardýrin geta mögulega borið með sér, frekar en að rækta undan ótestuðum hundum og vona það besta. Groesfaen Nap er einnig dna testaður og er hann beri fyrir SN en það þýðir að hann er sjálfur ekki með SN en hann er beri fyrir því og ca helmingur afkvæma hans erfir það frá honum. Þar sem Brá er clear af SN er öruggt að engir af þessum hvolpum verða með SN en hluti þeirra verður beri fyrir því. Þessir hvolpar verða dna testaðir fyrir SN síðar meir en það er mikilvægt að ekki sé ræktað undan SN berum nema á móti hundum sem eru fríir af SN. Almennt séð mæli ég með að öll ræktunardýr verði dna testuð fyrir pörun. ​
Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða