MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE OG AUSTRALIAN SHEPHERD
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Australian Shepherd
    • Um tegundina
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
    • Got >
      • Vetrar Gotið
  • Border Collie
    • Um tegundina
    • Orku Brá HIT
    • Got >
      • Brá x Prince 2019
      • Brá x Prince 2018
  • Border Collie hvolpar

Fréttir

Tíminn líður!

1/21/2017

0 Comments

 
Picture
Það er nú aldeilis hvað hvolparnir stækka og dafna. Þeir urðu 7 vikna í gær og stefna hratt á að flytja að heiman. Nótt er frábær mamma og þetta hefur allt gengið svo vel hjá okkur. Hvolparnir eru farnir að vera heilmikið úti og rölta jafnvel með í hesthúsið og kynnast því sem þar er. 
Eftir nokkra umhugsun gaf ég hvolpunum loksins nafn. Ég valdi Vetrar þema undan Sumar Nóttinni minni og fannst mér það eiga vel við. 

Mánaskálar Vetrar Bylur - blue merle
Mánaskálar Vetrar Kuldi - black tri
Mánaskalar Vetrar Stormur - blue merle
Mánaskálar Vetrar Harka - black tri
Mánaskálar Vetrar Myrkvi - black tri
Við erum búin að vera að fá fjölskyldur í heimsókn að skoða hvolpana og heimilisleitin gengur vel. Nú styttist í að hvolpanir fari á nýju heimilin sín og því fylgir ekki bara söknuður heldur líka tilhlökkun. Tilhlökkun fyrir því að fylgjast með þeim stækka og dafna og gleðja fjölskylduna sína sem og aðra. 

Hvolparnir eru skráðir til leiks á næstu hundasýningu. Þeir verða 3. mánaða krútt og hefðu ekki mátt vera einum degi yngri, þá hefðu þeir ekki geta keppt. Þetta verður einhver krúttkeppnin! Mér heyrist að nýjir eigendur þeirra séu almennt spenntir fyrir því að prufa hundasýningarlífið svo það verður gaman að fylgast með hvernig hvolparnir þroskast.

Ég er búin að vera allt of léleg við að taka myndir og dreif því í því í kvöld með góðri aðstoð Brynju minnar. Brynja á nú dálítið í þessum hvolpum því hún passaði Nótt einmitt fyrir okkur þegar hún átti deit við Sunnu Sindra í Reykjavík. ​Myndirnar er hægt að sjá á GOT síðunni.
​
0 Comments



Leave a Reply.

    Archives

    April 2018
    March 2018
    January 2018
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    December 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Australian Shepherd
    • Um tegundina
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
    • Got >
      • Vetrar Gotið
  • Border Collie
    • Um tegundina
    • Orku Brá HIT
    • Got >
      • Brá x Prince 2019
      • Brá x Prince 2018
  • Border Collie hvolpar