MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða

Fréttir

Tíminn líður!

1/21/2017

1 Comment

 
Picture
Það er nú aldeilis hvað hvolparnir stækka og dafna. Þeir urðu 7 vikna í gær og stefna hratt á að flytja að heiman. Nótt er frábær mamma og þetta hefur allt gengið svo vel hjá okkur. Hvolparnir eru farnir að vera heilmikið úti og rölta jafnvel með í hesthúsið og kynnast því sem þar er. 
Eftir nokkra umhugsun gaf ég hvolpunum loksins nafn. Ég valdi Vetrar þema undan Sumar Nóttinni minni og fannst mér það eiga vel við. 

Mánaskálar Vetrar Bylur - blue merle
Mánaskálar Vetrar Kuldi - black tri
Mánaskalar Vetrar Stormur - blue merle
Mánaskálar Vetrar Harka - black tri
Mánaskálar Vetrar Myrkvi - black tri
Við erum búin að vera að fá fjölskyldur í heimsókn að skoða hvolpana og heimilisleitin gengur vel. Nú styttist í að hvolpanir fari á nýju heimilin sín og því fylgir ekki bara söknuður heldur líka tilhlökkun. Tilhlökkun fyrir því að fylgjast með þeim stækka og dafna og gleðja fjölskylduna sína sem og aðra. 

Hvolparnir eru skráðir til leiks á næstu hundasýningu. Þeir verða 3. mánaða krútt og hefðu ekki mátt vera einum degi yngri, þá hefðu þeir ekki geta keppt. Þetta verður einhver krúttkeppnin! Mér heyrist að nýjir eigendur þeirra séu almennt spenntir fyrir því að prufa hundasýningarlífið svo það verður gaman að fylgast með hvernig hvolparnir þroskast.

Ég er búin að vera allt of léleg við að taka myndir og dreif því í því í kvöld með góðri aðstoð Brynju minnar. Brynja á nú dálítið í þessum hvolpum því hún passaði Nótt einmitt fyrir okkur þegar hún átti deit við Sunnu Sindra í Reykjavík. ​Myndirnar er hægt að sjá á GOT síðunni.
​
1 Comment

Nýjar myndir af hvolpunum

12/11/2016

0 Comments

 
Hvolparnir urðu viku gamlir á föstudag og þeir eru að þyngjast mjög vel. Nótt er mjög natin mamma og maður veit varla af þessum hvolpum. 

Ég er búin að taka nokkrar myndir af hvolpunum en því miður er myndavélin mín eitthvað að stríða mér svo þær urðu fáar nothæfar. Ég er búin að setja þessar myndir inn á GOT síðuna. Fleiri myndir koma fljótlega!

Sjá myndirnar hér:
GOT síðan
0 Comments

Ný síða í vinnslu

12/5/2015

0 Comments

 
Ég er farin af stað að setja upp nýja heimasíðu þar sem Nóttin mín verður í aðalhlutverki. Gamla síðan okkar er enn í góðu gildi þó að ég verði að viðurkenna að henni hefur ekki verið haldið við í dálítinn tíma. Gamla síðan er www.123.is/manaskal og á meðan þessi er ekki fullgerð getur verið gaman að skoða þá gömlu.

Fyrsta aussie got okkar hefur litið dagsins ljós en þann 2. desember sl. gaut Nótt 5 sprækum hvolpum.  Faðirinn er ISCh RW-14 Sólseturs Sunnu Sindri. Nánar um hvolpana á GOT síðunni.

0 Comments
Forward>>

    Archives

    January 2022
    December 2021
    April 2018
    March 2018
    January 2018
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    December 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða