MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða

Fréttir

Hvolpafréttir

12/28/2021

0 Comments

 
​Það verður að viðurkennast að ég hef ekki verið að standa mig í fréttaflutningi! Það fæddust hér hvolpar fyrir 4 vikum síðan en núna er ég loksins búin að uppfæra heimasíðuna.

Brá kom mér heldur á óvart í þetta skiptið en ég hafði síður búist við stóru goti frá henni. Þegar fyrsti hvolpur mætti á svæðið gerði ég mér strax grein fyrir því að mér skjátlaðist líklega, sennilega væri hellingur eftir. Brá er orðin 7 ára og er heldur betur frjósöm en hvolparnir urðu 8 talsins, eins og í síðasta goti. Í þetta skiptið voru rakkarnir heldur fleiri en þeir eru sex og tíkurnar tvær. Ég hef verið svo lánsöm að hafa ekki misst hvolp hingað til en 8 hvolpar eru heldur mikið fyrir tíkina og þarf því að passa vel upp á að allir fái nóg og hef ég þurft að gefa þeim ábót eftir þörfum. Fyrstu vikurnar hafa því verið annasamar en nú eru hvolparnir farnir að éta mat og munu klárlega láta hafa fyrir sér næstu vikurnar, en á annan hátt. 

Hvolparnir eru fjörugir og verður áhugaverðarar að fylgjast með þeim með hverjum deginum. Önnur tíkin er svört og hvít og svipar mjög til Nap en hin tíkin er blue merle og minnir mikið á mömmu sína. Rakkarnir eru þrír svartir og þrír blue merle, og sumir þeirra þrílitir. Þess má geta að Brá er beri fyrir mórauðum lit og því ætti ca. helmingur hvolpanna að bera mórautt. 

Ég hef fengið þónokkuð af fyrirspurnum um hvolpana en ég er ekki farin að festa ákveðna hvolpa ennþá þar sem þeir eru enn það ungir. Ég vil að þeir hvolpar sem sýnast vera efnilegastir í fé komist í réttar hendur á þeim vettvangi. Einnig á ég mér þann draum að sjá hunda frá mér í björgunarsveitunum og ég krossa putta og vona að það gerist einn daginn. Ég hef sjálf áhuga á að þjálfa hund til leitar en það verkefni verður að vera á "to do listanum" mínum eitthvað áfram. Annars býst ég ekki við öðru en að þessir hvolpar verði frábærir félagar fyrir þá sem geta veitt þeim nægan tíma og verkefni. Það eru enn hvolpar á lausu og tek ég vel á móti fyrirspurnum, það skiptir mig mestu máli að hundarnir fari í góðar hendur. 

Hvolparnir eru mis miklar ljósmyndafyrirsætur en ég reyni að bæta úr því næstu dagana. Hvolparnir eru orðnir 4 vikna og núna fer þetta að verða skemmtilegt! 
Hvolpasíða
0 Comments



Leave a Reply.

    Archives

    January 2022
    December 2021
    April 2018
    March 2018
    January 2018
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    December 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Nap 2021
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpasíða