Norðurljósa sýning HRFÍ fór fram í reiðhöllinni í Víðidal nú um helgina. Ég skráði allt Vetrar gotið til leiks og svo kæmi bara í ljós hvaða hundar gætu mætt. Hvolparnir urðu 3 mánaða daginn fyrir sýninguna og voru því yngstu keppendur sýningarinnar! Að þessu sinni voru 215 hvolpar skráðir á hvolpasýninguna og 660 hundar af um 94 tegundum, alls 875 hundar sem gerir þetta að stærstu sýningu í sögu félagsins!
Kuldi stóð sig rosalega vel í stóra hringnum en sýndi sig þó ekki jafn vel og fyrr um daginn enda var hann orðinn dauðþreyttur. Hann er bara 3. mánaða og hann var búinn að eiga langan dag allt frá bílferð að norðan um morguninn og þangað til hann lauk keppni um kl. hálf ellefu um kvöldið.
0 Comments
|
Archives
April 2018
Categories |