MÁNASKÁLAR BORDER COLLIE
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpar

Fréttir

Norðurljósasýning HRFÍ 3.-5. mars 2017

3/6/2017

0 Comments

 
​Norðurljósa sýning HRFÍ fór fram í reiðhöllinni í Víðidal nú um helgina. Ég skráði allt Vetrar gotið til leiks og svo kæmi bara í ljós hvaða hundar gætu mætt. Hvolparnir urðu 3 mánaða daginn fyrir sýninguna og voru því yngstu keppendur sýningarinnar! 

Að þessu sinni voru 215 hvolpar skráðir á hvolpasýninguna og 660 hundar af um 94 tegundum, alls 875 hundar sem gerir þetta að stærstu sýningu í sögu félagsins! 
Picture
Allir Vetrar rakkarnir mættu til leiks í þetta skiptið en Vetrar Harka "Lady" mætir vonandi við betra tækifæri. Dómari fyrir Australian Shephard var Attila Czeglédi frá Ungverjalandi og fengu allir rakkarnir góðar umsagnir og heiðursverðlaun! 

Í fyrsta sæti varð Mánaskálar Vetrar Kuldi sem býr eins og er ennþá heima hjá okkur. Hann keppti svo við besta tíkarhvolpinn og stóð þar uppúr sem besti hvolpur tegundar (BOB puppy) og fékk að keppa til úrslita við aðra BOB hvolpa.

​
​Kuldi stóð sig rosalega vel í stóra hringnum en sýndi sig þó ekki jafn vel og fyrr um daginn enda var hann orðinn dauðþreyttur. Hann er bara 3. mánaða og hann var búinn að eiga langan dag allt frá bílferð að norðan um morguninn og þangað til hann lauk keppni um kl. hálf ellefu um kvöldið. 

0 Comments

    Archives

    April 2018
    March 2018
    January 2018
    March 2017
    January 2017
    December 2016
    December 2015

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Border Collie
    • Um tegundina
  • Hundarnir
    • Orku Brá HIT
    • Mánaskálar Brekka
    • Mánaskálar Tófa
    • ISCh RW-16 Heimsenda Sumar Nótt
  • Got
    • Brá x Prince 2019
    • Brá x Prince 2018
  • Hvolpar