Ég hef ákveðið að finna Tófu minni annað heimili. Hún er hreinræktuð Border Collie tík á þriðja ári, undan bestu Brá minni og Prince. Tófa myndi njóta sín vel sem einkahundur sem fær nægan tíma og athygli. Hún er hlíðin og húsbóndaholl en hefur alist upp í sveit og þarf því líklega smá umhverfisþjálfun til að venjast borgarlífi. Hún er voðalega ljúf og mikill félagi. Ef rétta heimilið er í boði þá getur Tófa farið á svokallaðan fóðursamning, þá lifir hún góðu lífi sem heimilishundur hjá fóðuraðila en ræktandinn gefur eignarréttinn ekki frá sér og má nýta tíkina til ræktunar síðar meir ef áhugi verður fyrir því. Fóðursamningur er samkomulagsatriði og er ekki gerður nema með skilyrðum sem báðir aðilar eru sáttir við :)
0 Comments
Hvolparnir stækka eins og við er að búast en Brá er ennþá dugleg að sinna þeim og þrífa upp eftir þá. Það væri óskandi að veðrið færi að skána svo það sé hægt að leyfa þeim að kíkja út að leika. Norðlenskur vetur er ekki uppáhalds þessa dagana.
|
Archives
January 2022
Categories |