![]() Enn stækka hvolparnir á ógnarhraða og bræða alla sem þá hitta. Nú er ferldgerð að skýrast sem og augnlitur. Í gotinu eru bæði snöggir og loðnir hvolpar sem er mjög skemmtilegt. Brá og Prince eru bæði með smooth feld (snögg) sem er afskaplega þægilegt þegar maður er í sveit og hundarnir eiga það til að vera alltaf blautir og skítugir. Ég sé stóran mun á Brá og svo aussie tíkinni okkar, henni Nótt, sem er loðin, Brá er alltaf hrein og ber lítið inn af bleytu og sandi en Nótt er aftur á móti alltaf blaut og skitug. Þó er líka gaman að eiga loðinn Border Collie, þeir hafa til dæmis meiri séns, ef manni dytti í hug að mæta með vinnuhundinn sinn í sýningarhringinn. Reyndar er Brá mín mjög falleg og ég stefni á að sýna hana á sýningu hjá HRFÍ við tækifæri, bara svona að gamni. Hún er auðvitað fyrst og fremst vinnuhundur. Allir merle hvolparnir eru með blátt í augum, ég er ekki alveg örugg á því enn hvort augun eru alblá eða að hluta. Svo er ég enn að fylgjast með hinum hvolpunum, ég útiloka ekki að það séu fleiri blá augu í hópnum. Eins eru nöfnin á hvolpana klár, að því gefnu að aðrir heimilismenn samþykki þau. Nánar um það síðar. Ég var að setja inn nýjar myndir á hvolpasíðuna.
0 Comments
Þá eru hvolparnir undan Brá og Prince orðnir þriggja vikna. Þeir blása út og eru farnir að verða fjörugir. Ég var að bæta inn myndum af þeim á hvolpasíðuna þeirra, sjá nánar hér
Litlu hvolpaskottin eru orðin 6 daga gömul og þyngjast vel. Ég tók af þeim nokkrar myndir í dag, svona áður en þeir stækka enn meira og verða ekki lengur kjurrir fyrir myndatöku. Ég er að vinna í nöfnunum á þeim, ég er búin að vera með ákveðið þema í huga síðan þeir fæddust en það er eitthvað svo erfitt að ákveða sig endanlega. Heimasætan er líka farin að skipta sér af nafngiftinni og er farin að nefna þá sjálf. Ég þarf eiginlega að drífa mig að skella á þeim nafni áður en hún verður búin að skíra þá alla :)
Ég verð víst að viðurkenna að ég er ekki búin að standa mig í fréttaflutningi á síðustu misserum. Ég ætla þó að reyna að bæta úr því. Ég smelli hér inn gömlum fréttum sem ég sé að rötuðu inn á Facebook síðuna okkar á sínum tíma en ekki hingað inn. Hvolpasýning HRFÍ var í gær (júní 2017) í blautu veðri en allir skemmtu sér samt vel. Í dag er svo Reykjavík Winner og Alþjóðleg sýning á morgun.
Í gær varð Mánaskálar Vetrar Harka var besti hvolpur tegundar í eldri hvolpaflokk og Mánaskálar Vetrar Kuldi varð besti hvolpur af gagnstæðu kyni. Bæði fengu heiðursverðlaun og mjög góðar umsagnir. Mánaskálar Vetrar Stormur og Mánaskálar Vetrar Myrkvi mættu einnig og stóðu sig með sóma. Fengu góðar umsagnir og eigendurnir stóðu sig vel sem sýnendur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til frekari sýninga með Mánaskálar genginu! Móðir hvolpanna, RW-16 ISCh Heimsenda Sumar Nótt, er skráð á báðar sýningar sem slasaðist því miður í vikunni og gengur ekki heil til skógar. Við sendum því bara góðar kveðjur til þeirra sem eru á sýningunni í dag og óskum þeim góðs gengis :) Við mætum brátt aftur í sýningarhringinn :) Norðurljósa sýning HRFÍ fór fram í reiðhöllinni í Víðidal nú um helgina. Ég skráði allt Vetrar gotið til leiks og svo kæmi bara í ljós hvaða hundar gætu mætt. Hvolparnir urðu 3 mánaða daginn fyrir sýninguna og voru því yngstu keppendur sýningarinnar! Að þessu sinni voru 215 hvolpar skráðir á hvolpasýninguna og 660 hundar af um 94 tegundum, alls 875 hundar sem gerir þetta að stærstu sýningu í sögu félagsins!
Kuldi stóð sig rosalega vel í stóra hringnum en sýndi sig þó ekki jafn vel og fyrr um daginn enda var hann orðinn dauðþreyttur. Hann er bara 3. mánaða og hann var búinn að eiga langan dag allt frá bílferð að norðan um morguninn og þangað til hann lauk keppni um kl. hálf ellefu um kvöldið.
Það er nú aldeilis hvað hvolparnir stækka og dafna. Þeir urðu 7 vikna í gær og stefna hratt á að flytja að heiman. Nótt er frábær mamma og þetta hefur allt gengið svo vel hjá okkur. Hvolparnir eru farnir að vera heilmikið úti og rölta jafnvel með í hesthúsið og kynnast því sem þar er. Eftir nokkra umhugsun gaf ég hvolpunum loksins nafn. Ég valdi Vetrar þema undan Sumar Nóttinni minni og fannst mér það eiga vel við. Mánaskálar Vetrar Bylur - blue merle Mánaskálar Vetrar Kuldi - black tri Mánaskalar Vetrar Stormur - blue merle Mánaskálar Vetrar Harka - black tri Mánaskálar Vetrar Myrkvi - black tri Við erum búin að vera að fá fjölskyldur í heimsókn að skoða hvolpana og heimilisleitin gengur vel. Nú styttist í að hvolpanir fari á nýju heimilin sín og því fylgir ekki bara söknuður heldur líka tilhlökkun. Tilhlökkun fyrir því að fylgjast með þeim stækka og dafna og gleðja fjölskylduna sína sem og aðra.
Hvolparnir eru skráðir til leiks á næstu hundasýningu. Þeir verða 3. mánaða krútt og hefðu ekki mátt vera einum degi yngri, þá hefðu þeir ekki geta keppt. Þetta verður einhver krúttkeppnin! Mér heyrist að nýjir eigendur þeirra séu almennt spenntir fyrir því að prufa hundasýningarlífið svo það verður gaman að fylgast með hvernig hvolparnir þroskast. Ég er búin að vera allt of léleg við að taka myndir og dreif því í því í kvöld með góðri aðstoð Brynju minnar. Brynja á nú dálítið í þessum hvolpum því hún passaði Nótt einmitt fyrir okkur þegar hún átti deit við Sunnu Sindra í Reykjavík. Myndirnar er hægt að sjá á GOT síðunni. Hvolparnir urðu viku gamlir á föstudag og þeir eru að þyngjast mjög vel. Nótt er mjög natin mamma og maður veit varla af þessum hvolpum.
Ég er búin að taka nokkrar myndir af hvolpunum en því miður er myndavélin mín eitthvað að stríða mér svo þær urðu fáar nothæfar. Ég er búin að setja þessar myndir inn á GOT síðuna. Fleiri myndir koma fljótlega! Sjá myndirnar hér: Ég er farin af stað að setja upp nýja heimasíðu þar sem Nóttin mín verður í aðalhlutverki. Gamla síðan okkar er enn í góðu gildi þó að ég verði að viðurkenna að henni hefur ekki verið haldið við í dálítinn tíma. Gamla síðan er www.123.is/manaskal og á meðan þessi er ekki fullgerð getur verið gaman að skoða þá gömlu.
Fyrsta aussie got okkar hefur litið dagsins ljós en þann 2. desember sl. gaut Nótt 5 sprækum hvolpum. Faðirinn er ISCh RW-14 Sólseturs Sunnu Sindri. Nánar um hvolpana á GOT síðunni. |
Archives
April 2018
Categories |